Innritun í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fyrir skólaárið 2014-2015

Mánudaginn 12. maí hófst vorinnritun Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Foreldrar núverandi nemenda skólans verða að staðfesta umsókn fyrir næsta skólaár 2014 - 2015 á þessari slóð www.dalvikurbyggd.is/tonlistarskoli  og fara síðan í innritun og fylla út innritunarformið.

Þar er einnig er tekið við nýjum umsóknum nemenda en afgreiðsla þeirra fer fram í byrjun júní.