Ímynd Dalvíkurbyggðar – Vilt þú taka þátt?

Vinna við verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar hófst í ársbyrjun 2014. Verkefninu er skipt upp í þrjá þætti; Dalvíkurbyggð sem vinnuveitandi/vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag. 

Unnið hefur verið í fyrstu tveimur þáttunum og er nú komið að því að byrja að vinna í þriðja þættinum; Dalvíkurbyggð sem samfélag. Þar verður ímynd samfélagsins skoðuð út frá ýmsum hliðum en markmiðið er að skapa heildstæða sýn.

Hingað til hefur sjö manna vinnuhópur, skipaður starfsmönnum Dalvíkurbyggðar, unnið að verkefninu og mun hann halda því áfram. Við hópinn bætast 2 -3 kjörnir fulltrúar ásamt 2 fulltrúum íbúa.

Hér með er því auglýst eftir 2 íbúum sem hafa brennandi áhuga á því að taka þátt í þessari vinnu með okkur.

Áhugasamir vinsamlegast sendið inn eftirfarandi upplýsingar á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is fyrir 10. desember næstkomandi :
1. Nafn
2. Heimilisfang
3. Vinnustað og starfsheiti