Íbúar jólaþorpsins fluttir inn

Íbúar jólaþorpsins fluttir inn

Nú eru íbúar jólaþorpsins fluttir inn á heimili sín á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsi Dalvíkur. Stemmningin í þorpinu í ár er mjög rómantísk og íbúarnir staðráðnir í að gera jólin að notalegum viðburði fyrir alla íbúa. Þeir eru mjög hrifnir af því að fá gesti í heimsókn og hvetja alla sem eiga leið um Ráðhúsið að kíkja við og upplifa með þeim huggulega jólastemmningu.