Íbúagátt Dalvíkurbyggðar með nýtt útlit

Íbúagátt Dalvíkurbyggðar með nýtt útlit

Íbúagátt Dalvíkurbyggðar hefur nú fengið nýtt og betra útlit en gáttin hefur verið uppfærð þannig að allt útlit er einfaldara og skýrara. Að auki er nú með góðu móti hægt að skoða íbúagáttina í gegnum farsíma og önnur snjalltæki.

 

Hvaða upplýsingar eru á íbúagáttinni?

Á íbúagáttinni er hægt að sækja um þjónustu til sveitarfélagsins, fylgjast með framgangi sinna mála, skoða reikninga frá sveitarfélaginu og greiðslustöðu, sjá álagningu fasteignagjalda, kynna sér upplýsingasíðu Hitaveitu Dalvíkur sem heitir Orkan mín en þar er til dæmis að sjá yfirlit yfir reikninga vegna hitaveitu, sækja um í ÆskuRækt og ýmislegt fleira. Einnig geta fyrirtæki nálgast upplýsingar um reikningsviðskipti sín við sveitarfélagið á íbúagáttinni.

 

Minni pappírsviðskipti

Íbúagáttin er líka ein leið til að minnka pappírsviðskipti þar sem nú er hægt, á einfaldan hátt, að sækja yfirlit og reikninga rafrænt. Þannig getum við minnkað pappírskostnað og lagt okkar af mörkum til umhverfismála. Þeir sem óska eftir því að hætta að fá senda reikninga á pappír eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við þjónustuver Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í síma 460 4900. Greiðsluseðlar / kröfur birtast engu að síður enn sem fyrr í heimabönkum.

 

Innskráning

Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er hægt að komast inn á íbúagáttina eftir ýmsum leiðum, bæði með hnöppum á forsíðu og undir síðunni Þátttaka. Þegar íbúagáttin er valin færist notandinn inn á innskráningarsíðu íbúagáttar. Innskráning er með Íslykli frá island.is, en það er samræmt innskráningarkerfi fyrir hið opinbera, eða með rafrænum skilríkjum í gegnum síma.

 

Nánari upplýsingar

Íbúar Dalvíkurbyggðar og viðskiptavinir sveitarfélagsins eru hvattir til að kynna sér íbúagáttina og hvaða möguleika hún hefur upp á að bjóða.  Hægt er að hafa samband við þjónustuver Skrifstofa Dalvíkurbyggðar á netfanginu dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, eða í síma 460 4900 fyrir nánari upplýsingar um íbúagátt. Skrifstofur Dalvíkurbyggðar eru opnar milli kl. 10:00 og kl. 15:00 alla virka daga.