Hundrað bros inn á heimili

Dagana 6.-7. nóv. var haldið sameiginlegt haustmót yngri deilda KFUM og KFUK og TTT starfs ÆSKEY á Dalvík. Um eitt hundrað börn komu saman úr starfi félagsins á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði ásamt börnum úr TTT-starfi Glerárkirkju og Akureyrarkirkju. Yfirskrift mótsins var „Tökum höndum saman“ en auk þess var lagt út frá orðum Páls postula úr Filippíbréfi þar sem hann minnir okkur á að vera glöð, já glöð í Drottni. 

Á þemastund á laugardeginum máluðu allir þátttakendur broskarl á plexyglerhring og svo var skipt upp í hópa og gengið í tæplega hundrað hús og bros fært inn á hvert heimili frá krökkunum. Mótinu var svo slitið í Dalvíkurkirkju með helgistund og fararblessun.