Hrós mánaðarins

Hrós mánaðarins

Það er fátt betra en að fá hrós fyrir eitthvað sem maður gerir vel og við eigum að vera óhrædd við að hrósa þegar við sjáum eitthvað gott gert. Við þekkjum það öll hvað hrós við vinnu getur verið mikilvægt! Í sumar setti ég inn sérstakt hrós til Vinnuskólans á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og nú þegar haustið er að ganga í garð langar mig sérstaklega að hrósa starfsmönnum á Umhverfis- og tæknisviði og starfsmönnum vinnuskólans sem sáu til þess að byggðin okkar hefur sjaldan verið eins vel hirt. "Hin blómlegasta byggð" kom ítrekað upp í huga mér í sumar og ég leit stolt yfir fallegu opnu svæðin okkar. Það var góð ákvörðun að kaupa að vinnu við götumálun. Með því var einu verkefni færra á höndum vinnuskólans svo þeirra tími nýttist betur til tiltekta á opnum svæðum í sumar heldur en undanfarin ár. 

 Til hamingju með vel unnin störf í sumar!