Hreiðraleit austur á sandi

Hreiðraleit austur á sandi

Í blíðaskaparveðrinu á þriðjudag héldu Mánabörn austur á sand í útikennslu og var markmið ferðarinnar að finna kríuhreiður. Við röltum af stað frá Kátakoti áleiðis niður á sand en þar hittum við krakka úr 3. bekk Dalvíkurskóla sem léku sér á sandinum. Mikið var grúskað og ýmislegt vakti athygli okkar á leiðinni líkt og dauðir fuglar, lifandi  krabbar, sauðhaus, skeljar og meira að segja voru börnin sammála um að beinagrind af hafmeyju hefði fundist Stoppað var af og til og kastað af sér klæðum ásamt því að fá sér orkusopa af vatni svo við kæmumst nú alla leið í hitanum Markmiði okkar náðist svo þegar á leiðarenda var komið að lýta kríuhreiður augum Við fundum alls 4 hreiður og vakti það mikla lukku hjá börnunum. Eitt hreiðrið var því miður komin undir vatn og eggin flutu því ísköld í vatninu. Þau egg ætluðum við að taka með okkur í Kátakot til að sýna hinum börnunum en því miður brotnuðu þau bæði á leiðinni tilbaka. Börnin fengu alveg að leika lausum hala í allri þeirri náttúrudýrð sem sandurinn (ströndin okkar) hafði uppá að bjóða þennan sólríka dag. Fleiri myndir úr þessari skemmtilegu ferð má sjá á myndasíðunni okkar.