Hollvinir létu veðrið ekki á sig fá

Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við hollvini Húsabakka sem mættu á Húsabakkakvöld þann 8. júní sl. Engu að síður komu á milli 10-20 manns til að snyrta skógarreitinn, raka saman heyi, reyta illgresi og leggja hönd á plóg við undirbúning sýningarinnar Friðland fuglanna sem opnar 1. júlí. Hitastigið nálgaðist því meir frostmarkið sem á leið kvöldið og regn og vindur lömdu fólkið við vinnu sína. Því betra var að fá grillpylsur og kaffi þegar vinnunni lauk.