Hnjótafjall og Steinboginn um helgina

Nú er gönguvikan komin á fulla ferða. Í dag kl. 10:00 var gengið af stað í kringum Hnjótafjall. Lagt var upp frá Kotabrúnni og farið í fótspor Guðmundar góða upp að Stóruvörðu, Heljarganga framhjá fjallinu Deili, horft niður Deildardal og Unadal. Skokkað niður Unadalsjökul niður í Skallárdal að Atlastöðum.

Á morgun, sunnudagurinn 26 júní, verður gengið að Steinboga og inn að Gljúfrárjökli. Lagt er upp frá Kóngstöðum í Skíðadal kl. 10:00. Bergsúla, einstök náttúrusmíð. Sögur af hálftröllum og heiðinnamönnum. Svölun við jökulsporð.

Allar upplýsingar má finna á www.dalvikurbyggd.is/gonguvika