Helena Rut Kristmundsdóttir ráðin í íþróttamiðstöðina

Helena Rut Kristmundsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður íþróttamiðstöðvar Dalvíkur, en þann 7. nóvember síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um starfið. Alls bárust 4 umsóknir.

Þeir sem sóttu um starfið voru eftirfarandi:

Fanney Birta Þorgilsdóttir
Elín Rós Gísladóttir
Helena Rut Kristmundsdóttir
Sandra Sylvía Valsdóttir

Helena mun hefja störf 1. janúar 2015. Við bjóðum Helenu velkomna til starfa.