Heimildaöflun í tengslum við sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar

Menningarráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér vinnu við heimildaöflun í tengslum við ritun á sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.

Um er að ræða afmarkað verkefni sem felst í því að safna munnlegum heimildum hjá einstaklingum sem á árum áður voru tengdir sjávarútvegssögu sveitarfélagsins og geta með einum eða öðrum hætti miðlað þekkingu sinni og sögu. Þessi heimildasöfnun yrði svo hluti af grunni við ritun sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.

Áhugasamir hafi samband við Gísla Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Dalvíkurbyggðar, á netfangið gislirunar@dalvikurbyggd.is  eða í síma 460-4900.