Háskólahátíð og brautskráning

Frá Háskólanum á Akureyri
Háskólaárið 2007-2008 stunduðu rúmlega 1600 nemendur nám í fjórum deildum við Háskólann á Akureyri. Ríflega þriðjungur þeirra stundaði fjarnám á u.þ.b. 20 stöðum á landinu. Í ár voru 328 kandídatar brautskráðir á háskólahátíð sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 14. júní. Af þessum hópi voru 98 sem hafa stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmiðstöðva á 14 stöðum á landinu.
Vert er að minnast sérstaklega á það að í fyrsta skipti voru lögfræðingar úrskrifaðir frá Háskólanum á Akureyri og eru þeir 10 talsins. Þessir fyrstu lögfræðingar frá háskólanum eiga að baki fimm ára laganám, þ.e. þriggja ára BA nám í lögfræði og tveggja ára meistaranám, sem veitir lærdómstitilinn magister legis (ML), sem jafngildir embættisprófi í lögfræði. 
Skipting kandídata eftir deildum er sem hér segir:

Heilbrigðisdeild

52

Félagsvísinda- og lagadeild

69

Kennaradeild

140

Viðskipta- og raunvísindadeild

67

Viðurkenningu fyrir afburða námsárangur hlutu eftirtaldir:

Fjölmiðlafræði - Viktoría Rut Smáradóttir
Grunnskólakennarafræði - Romana Mendová
Hjúkrunarfræði - Sigurlína Stefánsdóttir (hlýtur einnig verðlaun frá FSHA fyrir hæstu meðaleinkunnina heilt á litið)
Iðjuþjálfunarfræði - Sigrún Kristín Jónasdóttir
Leikskólakennarafræði - María Aldís Sverrisdóttir
Lögfræði - Birna Ágústsdóttir
M.L. lögfræði - Halla Einarsdóttir
Nútímafræði - Þóra Björk Ágústsdóttir
Raunvísindaskor - Laufey Hrólfsdóttir
Sálfræði - Sigurður Viðar
Samfélags- og hagþróunarfræði - Sigmar Arnarsson
Viðskiptafræðiskor - Einar Hafliðason

Að brautskrá lokinni býður rektor til móttöku í matsal háskólans að Sólborg þar sem fram fer afhending styrkja úr Háskólasjóði KEA, fjölmiðlar eru velkomnir, nánari fréttatilkynning verður send út varðandi styrkina síðar í dag.
Að kvöldi brautskráningardags efndu Góðvinir Háskólans á Akureyri í samstarfi við Félag stúdenta HA til útskriftarveislu og endurfunda brautskráðra nemenda í Háskólanum. Góðvinir afhentu einnig viðurkenningar til kandídata fyrir góðan námsárangur á brautskráningunni.

Í brautskráningaræðu fjallaði Þorsteinn Gunnarsson, rektor, um ýmsa þætti háskólastarfsins:

  • Viðurkenningar: Unnið hefur verið að því síðast liðinn tvö ár að fá alþjóðlega viðurkenningu á fræðasviðum háskólans. Fræðasviðin eru þrjú; auðlindavísindi, félagsvísindi og heilbrigðisvísindi og falla allar prófgráður háskólans undir þessi svið. Þrjár alþjóðlegar sérfræðinefndir tóku út kennslu, rannsóknir og stoðþjónustu við háskólann. Niðurstöðurnar voru jákvæðar og mæltu nefndirnar einróma og án skilyrða með því að Háskólinn á Akureyri öðlaðist viðurkenningu á sviðunum þremur. Á grundvelli þessara niðurstaðna má fullyrða að kennsla og rannsóknastarfsemi við Háskólann á Akureyri sé á meðal þess besta sem í boði er við íslenska háskóla og standist fyllilega samanburð við viðurkennda erlenda háskóla.
  • Samkeppni og fjölbreytni: Í ræðu sinni kom rektor inn á þá auknu samkeppni sem nú ríkir meðal háskóla í heiminum:
    • „Aukin samkeppni í háskólastarfi ætti að gera háskólana fjölbreyttari en ýmislegt bendir til þess að aukinn þrýstingur stjórnvalda geti leitt til þess að háskólaumhverfið verði einsleitara og snúist í auknum mæli um magnbundna þætti sem einfalt og auðvelt er að mæla. Meginskylda hvers háskóla hlýtur þó alltaf að vera að mennta hæft fólk sem reiðubúið er til að taka að sér margs konar ábyrgðarstörf í samfélaginu eins og það er á hverjum tíma."
  • Menntun sem svar við orkukreppunni: Þróunarfélag Háskólans á Akureyri á aðild að RES Orkuskóla sem tók til starfa á skólaárinu (9.feb). Þar stundar nú 31 meistaranemi frá 10 löndum nám.
    • „Í þeirri miklu orkukreppu sem nú gengur yfir heiminn er RES Orkuskóli mikilvægt leiðarljós um það hvers fólk er megnugt við að þróa og hagnýta endurnýjanlega orkugjafa. Kennarar og nemendur RES efla starfsemi Háskólans á ýmsan hátt og skapa honum alþjóðleg tengsl."
  • Þróun háskólans:
    • ,,Háskólinn á Akureyri hefur verið rekinn nær hallalaus síðan árið 2006 og gert er áfram ráð fyrir hallalausum rekstri á