Handverks - og listafólk í Dalvíkurbyggð

Frá íþrótta,- æskulýðs- og menningarráði Dalvíkurbyggðar:

 

Auglýsing varðandi listasel

 

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð hefur að undanförnu haft til umfjöllunar á fundum sínum þá hugmynd að sett verði á laggirnar listasel  í Sigtúni, Grundargötu 1 á Dalvík.

Samhliða hugmynd um listasel hefur verið til skoðunar að neðri hæðin, Siggabúð, verði mögulega nýtt sem handverksverslun og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

Til þess að kanna áhuga, þörf og mögulega þátttöku í slíku listaseli óskar íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð Dalvíkurbyggðar  hér með eftir að handverks- og listafólk í Dalvíkurbyggð sem hefðu áhuga á að fá inni  í Sigtúni hafi samband við upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar, Margréti Víkingsdóttur, í síma 460-4908 eða með tölvupósti margretv@dalvik.is í síðasta lagi föstudaginn 22. október n.k.

F.h. íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs Dalvíkurbyggðar

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir

Fjármála- og stjórnsýslustjóri.