Handavinnusýning á Dalbæ

Handavinnusýning á Dalbæ

Um helgina verður opin handavinnusýning á Dalbæ.
Það er félagsstarf eldri borgara og öryrkja sem stendur að sýningunni og þar ber að líta allskonar handavinnu, allt frá handmáluðum handklæðum til gullfallegra skartgripa. 
Um afar vandaða og vel skipulagða sýningu er að ræða.

Sýningin verður opin frá laugardeginum 25. maí - mánudagsins 27. maí milli kl. 13-17

Við vekjum athygli á því að kaffisala verður til stuðnings félagsstarfinu milli kl. 13-17 á sunnudeginum.
Hér fyrir neðan má fá smjörþef af þessari frábæru sýningu.