Hákon Daði 5 ára

Hákon Daði 5 ára

Í gær varð hann Hákon Daði 5 ára. Af því tilefni bjó hann sér til glæsilega kórónu og var dagatalsstjóri dagsins þar sem reiknað var með að hann væri alveg með á hreinu hvaða dagur væri, enda búinn að telja niður dagana að þessu merka degi í einhverjar vikur Þá flaggaði hann íslenska fánanum í tilefni dagsins og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn fyrir hann. Við óskum elsku Hákoni Daða okkar og fjölskyldu hans innilega til hamingju með afmælið.