Grundargata 1, Sigtún, til sölu

Grundargata 1, Sigtún, til sölu

Dalvíkurbyggð auglýsir til sölu atvinnuhúsnæðið að Grundargötu 1, Sigtún.

Húsið skiptist í framhús á tveimur hæðum auk kjallara og um 60 m² geymsluskúrs. Heildarstærð eignar er 321,2 m²

Í dag er í húsinu rekið kaffihús með lager í kjallara og á efri hæð eru geymslur og starfsmannarými. Inngangshæðin er 110 m² og skiptist í kaffihús/sal, eldhús, ræstikompu og bakinngang. Kjallarinn skiptist í nokkrar geymslur. Lofthæð í kjallara er ekki full. Á efri hæð var áður íbúð en þar er í dag eldhús, snyrting, gangur og fjögur herbergi.

Að utan er kominn tími á múrviðgerðir og málningu, gluggar eru gamlir. Ummerki eru um leka á nokkrum stöðum. Eignin þarfnast viðhalds.

Óskað er eftir tilboðum í eignina og er tilboðsfrestur til 1. febrúar 2016

Umsjón með sölunni, móttaka tilboða og allar nánari upplýsingar veitir Hvammur Eignamiðlun í síma 466 1600 eða á netfanginu kaupa@kaupa.is

Nánari upplýsingar um húsnæði