Grænlandsflug hættir flugi

Grænlandsflug hættir flugi

Á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 13. nóv. var eftirfarandi bókun gerð varðandi ákvörðun Grænlandsflugs að hætta flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar:
Bæjarráð Dalvíkurbyggðar harmar þá ákvörðun Grænlandsflugs að hætta beinu flugi milli Kaupmannahafnar og Akureyrar.  Miklar væntingar voru bundnar þessari flugleið fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu og til eflingar atvinnu og búsetu við Eyjafjörð.  Það er skoðun bæjarráðs að ekki hafi að fullu verið reynt á möguleika þessarar flugleiðar, enda reynslutíminn mjög stuttur og hæpið að markaðsstarf hafi verið farið að skila sér.