Götusópurinn á ferð eftir helgina

Götusópurinn verður á ferðinni í þéttbýliskjörnum Dalvíkurbyggðar eftir helgina. Íbúar eru beðnir að vera vakandi fyrir því að bílum sé ekki lagt við gangstéttir. Einnig geta íbúar notað tækifærið og smúlað eða sópað plön og innkeyrslur þannig að götusópurinn geti hreinsað það upp líka.