Gott framtak kvennadeildar slysavarnafélagsins

Laugardaginn 1. september fóru 14 vaskir félagar úr Kvennadeildinni ásamt þremur stuðningsaðilum úr Björgunarsveitinni í áheitaferð til styrktar Kvennadeildinni, en fyrirhugað er að endurnýja húsbúnað og mála í húsnæði félagsins. Áheitum var safnað á Dalvík og í Svarfaðardal og fengum þær afar góðar viðtökur. Um leið og áheitum var safnað, afhentum þær íbúum kort með neyðarnúmerum í bænum, bæði í póstkortastærð með segli aftan á til að setja á ísskápinn og annað minna kort í veskið eða bílinn. Leiðinni var upp í þrjá áfanga; Dalvík-Akureyri, Akureyri-Goðafoss, Goðafoss-Skútustaðir. Í stuttu máli gekk ferðin mjög vel fyrir sig þrátt fyrir slagviðri og komust allar konur klakklaust á leiðarenda og voru frekar ánægðar með sig að leiðarlokum.