Göngum saman

Í dag, þriðjudaginn 18. janúar, byrjum við í Göngum saman okkar vikulegu gönguferðum á Dalvík. Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins sem styrkir grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Vikulegar göngur félagsins eru opnar öllum áhugasömum.


Á Dalvík hittumst við á þriðjudögum klukkan 16:30 í Menningarhúsinu Bergi og göngum síðan rösklega í 30-40 mínútur, eftir veðri og vindum. Að göngu lokinni er tilvalið að fá sér kaffisopa í Bergi, eða kíkja aðeins á Bókasafnið J


Nánari upplýsingar um félagið Göngum saman er að finna á vefslóðinni www.gongumsaman.is .