Góður árangur nemenda Tónlistarskólans

Uppskeruhátíð tónlistarskóla

"NÓTAN", uppskeruhátið tónlistarskóla fer fram í þremum hlutum, þ.e. innan einstakra tónlistarskóla, síðan á svæðisbundum tónleikum á fjórum stöðum á landinu og að lokum á tónleikum á landsvísu í Langholtskirkju. Tvö af þeim átta atriðum sem munu taka þátt í lokatónleikunum fyrir sunnan verða frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.

Föstudaginn 13. mars fóru fram svæðisbundnir tónleikar á Akureyri. Þar tóku þátt 10 tónlistarskólar frá Norður- og Austurlandi. Samtals voru tónlistaratriðin 30 og hver skóli fékk úthlutaðan tíma í samræmi við nemendafjölda. Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar fékk 8 mínútur. Fyrir hönd skólans spiluðu þær Jónína Guðmundsdóttir á gítar, Melkorka María Guðmundsdóttir og Kristín Valsdóttir voru með samspil á fiðlu og pianó og Melkorka María á píanó.

Samtals voru 9 viðurkenningar veittar, 3 viðurkenningar fyrir grunnnám, 3 fyrir miðnám og 3 fyrir framhaldsnám. Átta atriði komust áfram til Reykjavíkur á lokatónleikana í Langholtskirkju. Ánægjulegt er að greina frá því hér að tvö þessara atriða eru frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Það er annars vegar Jónína og hins vegar Kristín og Melkorka með samspil.

Kennarar sem voru með þessum nemendum voru: Helga Bryndís Magnúsdóttir, Zsuzsanna Bitay og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson.

Lokatónleikarnir í Langholtskirkju fara fram 27. mars næstkomandi.

Efnisskrá tónleikanna sem fóru fram 13. mars má nálgast hér