Góður árangur frjálsíþróttakrakka

Góður árangur frjálsíþróttakrakka

Frjálsíþróttakrakkar úr UMSE hafa náð góðum árangri á mótum undanfarið. Karl Vernharð Þorleifsson varð Íslandsmeistari í spjótkasti í flokki 13 ára stráka á MÍ 11-14 ára sem haldið var á Vík í Mýrdal. Karl kastaði 40,55m.  

 

 

 

 

Júlíana Björk Gunnarsdóttir hefur einnig verið að standa sig vel. Júlíana setti Íslndsmet á sumarleikum HSÞ í stangarstökki í flokki 13 ára stelpna þegar hún stökk 2,61m og bætti metið um 1 cm. Júlíana bætti metið um 13 cm þegar hún stökk 2,74m á Gautaborgarleikunum og hafnaði í 4.sæti á því gríðarsterka móti.

 

 

Sannarlega stórglæsilegur árangur hjá þessu efnilega frjálsíþróttafólki.