Góð þátttaka á sunddeginum mikla

Góð þátttaka var á sunddeginum mikla þann 29. september sl. Á fimmta tug eða 44 syntu í Sundlaug Dalvíkur til að fá viðurkenningu. Vinsælast var að synda 1000m sund og fyrir þá vegalengd fengu 20 manns viðurkenningu. Sautján manns syntu 400m og fengu silfur viðurkenningu og 7 sundmenn fengu brons viðurkenningu fyrir 200m. Fimm sundmenn bættu við 200m sundi til viðbótar við 400m eða 1000m sund.