Góð frammistaða í Útsvarinu

Um síðustu helgi keppti lið Dalvíkurbyggðar í spurningaþætti Ríkissjónvarpsins Útsvari á móti liði Garðabæjar. Lið Dalvíkurbyggðar stóð sig með miklum sóma og tapaði naumlega með 66 stig. Reglur keppninnar eru þannig að fjögur stigahæstu tapliðin úr fyrstu umferð komast áfram og situr Dalvíkurbyggð þar í fjórða sæti og á því ennþá möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Lið Dalvíkurbyggðar er skipað þeim Klemenzi Bjarka Gunnarssyni, Elínu B. Unnarsdóttur og Magna Óskarssyni.

Til hamingju með glæsilega árangur útsvarslið.