GHD með tvo Íslandsmeistara í golfi

GHD með tvo Íslandsmeistara í golfi

Um helgina lauk Íslandsmótinu í holukeppni í golfi. Átta keppendur komu frá Golfklúbbnum Hamri en þeir komust allir í 16 manna úrslit í sínum flokkum. Sjö af þessum átta keppendum komust í 8 manna úrslit og þegar yfir lauk höfðu tvö þeirra tryggt sér Íslandsmeistaratitil.

Anór Snær Guðmundsson varð Íslandsmeistari í flokki drengja 14 ára og yngri og Ólöf María Einarsdótir í flokki stúlkna 14 ára og yngri.

Frábær árangur hjá þessu efnilega íþróttafólki.