Gaf hátt í þúsund fiskisúpubolla

Gaf hátt í þúsund fiskisúpubolla

Um síðustu helgi var haldin Vetrarhátíð í Reykjavík og voru Norðlendingar þar sérstakir gestir. Bæði á föstudegi og laugardegi hreiðruðu norðlenskir ferðaþjónustuaðilar og fleiri um sig í Höfuðborgarstofu og buðu gestum hátíðarinnar til sín en það var Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi sem stóð fyrir viðburðinum.  Dalvíkurbyggð átti þar sinn fulltrúa en Júlíus Júlíusson var þar staddur að kynna “Meistarann og áhugamanninn” Fiskidaginn mikla og mat úr héraði ásamt því að dreifa bæklingum og efni héðan af svæðinu í leiðinni.

Að sögn Júlíusar gekk þetta afar vel og var hann stoltur fyrir hönd síns byggðarlags bæði hve vel gekk og þá aðallega hversu viðbrögðin voru góð og undirstrika að hans mati um leið í hversu góðu byggðarlagi við búum í. Heit fiskisúpan fór vel í gestina, þegar upp var staðið var Júlíus búinn að ausa dýrindis Dalvískri fiskisúpu í hátt í 1000 bolla. Hundruðir höfðu á orði hvort að þetta væri hin fræga fiskisúpa frá Dalvík, margir spurðu um Fiskidaginn mikla hvernig honum myndi reiða af í ástandinu , Júlíus svaraði því yfirleitt til “ að það væri ekkert ástand á Fiskideginum mikla og bauð alla velkomna norður í ágúst” Það gladdi marga og virtist vera mikill léttir að heyra þessar frábæru fréttir.

Júlíus sagði að margir hefðu beðið sig að koma þakklæti til allra í Dalvíkurbyggð fyrir frábærar gestrisni og yndislegheit á sl Fiskidögum