Fyrsti snjórinn

Eins og glöggir íbúar Dalvíkurbyggðar hafa áttað sig á þá kom fyrsti snjórinn nú í morgun. Nú eru fjöll og heiðar þakin hvítri fallegri snjóþekju. Í byggð er hvítt í görðum en á vegum er snjór að hverfa undan átroðningi bíla. Nú er um að gera að fara varlega í umferðinni og taka vel á móti snjónum. Skíðamenn fagna og krossleggja fingur um að þetta sé aðeins góð byrjum á góðum vetri. Aðrir láta sér fátt um finnast.