Fyrsta skóflustunga tekin vegna stækkunar Krílakots

Á morgun, fimmtudaginn 9. júlí kl. 10:30, verður tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við Krílakot og munu framkvæmdir hefjast í kjölfarið. Gert er ráð fyrir að verktími standi fram í ágúst 2016. 

Ásamt 467m2 viðbyggingu verða gerðar breytingar á núverandi húsnæði leikskólans.