Fyrirtækjaþing atvinnumálanefndar 2012 - ferðaþjónusta í sveitarfélaginu

Fyrirtækjaþing atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar 2012 verður haldið miðvikudaginn 14. nóvember nk. kl. 16.30 í menningarhúsinu Bergi.


Þema þingsins er ferðaþjónusta í sveitarfélaginu og verður unnið með nokkur atriði sem varða stöðu hennar og framtíð.


Dagskrá:

1. Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands fer yfir stöðu og sóknarfæri ferðaþjónustu á Norðurlandi.

2. Stefnumótunarvinna. Unnið í hópum með eftirfarandi spurningar:

          a) Hvernig vilja ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð sjá samstarf sitt (Í félagi eða eftir greinum eða einstaka verkefnum. Annað).

          b) Hvernig verður kynninga- og auglýsingamálum vegna ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð best fyrir komið. Upplýsingamiðstöð.

          c) Nýsköpun og vöruþróun (t.d. hvaða tækifæri til afþreyingar vegna ferðaþjónustu telja fundarmenn mikilvæg; þau sem nú eru í boði og þau sem
              fundarmenn vilja sjá verða til, sameiginlegir pakkar o.s.frv.).

          d) Styrkleikar og veikleikar í ferðaþjónsutu í Dalvíkurbyggð.


Reiknað er með að hópastarf fari fram í anda svokallaðs heimskaffis, þ.e. fundarmenn færa sig á milli borða og takast á við öll álitaefnin.
Í lokin verða niðurstöður hópanna kynntar og tekin ákvörðun um framhald vinnunnar.


Sjáumst í Bergi á miðvikudaginn kl. 16.30