Furðugæs

Furðugæs

Ýmsir furðufuglar hafa sést hér um slóðir að undanförnu, Fjölmiðar hafa greint frá blámálaðri grágæs á Dalvík og mandarínönd í Ingvaraósi en slíkir fuglar hafa ekki sést hér áður svo vitað sé.  Þriðji skringifuglinn hefur verið hér á sveimi að undanförnu og hafa ýmsir rekist á hann án þess að vita með vissu hvers konar fyrirbæri væri þarna á ferðinni. Fuglinn heldur sig með grágæsum og virðist líta á sig sem eina úr hópnum. Og svo virðist sem hinar grágæsirnar taki það gott og gilt. Gæsin sker sig engu að síður afgerandi úr hópnum með hvítan haus og háls og hvít víðar á skrokknum. Líklega er hér um að ræða blending á milli grágæsar og alígsar. Haukur Snorrason fuglaljósmyndari náði myndum af fyrirbærinu á dögunum og birtum við eina þeirra.

 
Alí-grágæs ljósm: Haukur Snorrason