Fundur íbúa og bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar 26. október

Bæjarstjórnin býður íbúum Dalvíkurbyggðar til fundar í Bergi kl. 17 – 19  þriðjudaginn 26. október.
Tilgangur fundarins er að ræða saman um stöðu og möguleika sveitarfélagsins og að gefa íbúum kost á að koma á framfæri athugasemdum og hugmyndum.
Mætið endilega og komið með ábendingar um það hvernig við getum gert enn betur.