Frítt fyrir grunnskólabörn í sund til 31. ágúst

Frítt fyrir grunnskólabörn í sund til 31. ágúst

Íþrótta- æskulýðs- og menningarráð samþykkti á fundi sínum 21. maí að mæla með framlengingu á "frítt í sund fyrir grunnskólabörn í Sundlaug Dalvíkur". Góð reynsla hefur verið af þessari tilhögun undanfarna mánuði. Bæjarstjórn samþykkti 27. maí að veita grunnskólabörnum fría aðgöngu í Sundlaug Dalvíkur til 31. ágúst.