Friðarganga í Dalvíkurskóla

Friðarganga í Dalvíkurskóla

Síðastliðinn föstudag fóru nemendur og starfsfólk í Dalvíkurskóla ásamt foreldrum í friðargöngu frá skólanum að kirkjunni. Vinabekkir gengu saman og kennarar báru kyndla.  Séra Magnús tók á móti hópunum, færði hverjum árgangi eitt friðarkerti sem nemendur kveiktu á og lögðu við minnisvarðann í kirkjugarðinum. Magnús talaði til barnanna um frið, einelti og vináttu og endaði stundin á fallegri friðarbæn.


Nauðsynlegt er að ræða við börn um lífsgildið friður og miklivægi þess að hugsa jákvætt um sjálfan sig og og aðra.