Fréttir úr íþróttamiðstöð

Aðsend mynd frá Bryndísi Önnu Hauksdóttur
Aðsend mynd frá Bryndísi Önnu Hauksdóttur

Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar í íþróttamiðstöðinni síðustu vikur og er framkvæmdum nú lokið. Nýr dúkur hefur verið settur á gólf í gamla ræktarsalnum, búið er að stækka hurðargat þar og búið að fjárfesta í nýjum lóðum og stöngum. Gamli ræktarsalurinn hefur því fengið heljarinnar yfirhalningu en báðir salirnir eru einnig nýmálaðir. Mæting í skipulögðu tímana hjá íþróttamiðstöðinni hefur svo verið mjög góð og það var algjör sprenging í sundleikfimi tímana hjá Lísu. 

Úr íþróttamiðstöðinni er því allt gott að frétta og allir hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem þar er í boði!