Frestur vegna umsókna í vinnuskóla framlengdur

Frestur vegna umsókna í vinnuskóla framlengdur

Vegna tíma sem tekur að fá Íslykil hefur verið ákveðið að veita frest til umsóknar um vinnu hjá Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar út næstu viku, eða til 9. maí. Ef upp kemur sú staða að einhver hefur ekki fengið Íslykil fyrir þann tíma, er óskað eftir að haft verði samband við undirritaða.

Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is ), íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar (863-4369)
Elín Rós Jónasdóttir (vinnuskoli@dalvikurbyggd.is ), forstöðumaður Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar (848-4700)