Frestun á ruslatöku í Svarfaðardal

Frestun á ruslatöku í Svarfaðardal

Samkvæmt sorphirðudagatali 2020 á að taka almennt/lífrænt rusl í dag í Svarfaðardal og á Árskógsströnd. Vegna ófærðar verður ruslið ekki tekið í Svarfaðardal í dag, 10. febrúar. Gert er ráð fyrir að ruslið verði tekið á morgun, þriðjudag í staðinn.