Framkvæmdir á lóð Ráðhússins

Hálfnað verk þá hafið er
Hálfnað verk þá hafið er

Stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkur fjallaði um framkvæmdir og viðhald á lóð Ráðhúss á fundum sínum árið 2018.

Fyrir liggja hugmyndir að breytingum en hafnar eru framkvæmdir við 1. áfanga, þar sem fjarlægja á núverandi gróður og jarðveg að vestan, sunnan og norðan við Ráðhúsið, að undanskyldum grenitrjám.

Í stað núverandi undirlags kemur mold ásamt nýjum litríkari lággróðri sem mun meðal annars gera Ráðhúsið sýnilegra, ásamt því að auka útsýni úr Ráðhúsinu.