Fræðslu- og menningarfulltrúi Dalvíkurbyggðar

Á fundi 410. bæjarráðs Dalvíkurbyggðar nú í morgun var tekið fyrir bréf frá Magnúsi Má Þorvaldssyni, dagsett þann 26. febrúar 2007, þar sem Magnús Már segir frá sér starfi fræðslu- og menningarfulltrúa Dalvíkurbyggðar af persónulegum ástæðum. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að starf fræðslu- og menningarfulltrúa Dalvíkurbyggðar verði auglýst að nýju. Bókun bæjarráðs verður tekin fyrir á bæjarstjórnafundi þann 6. mars n.k.