Frá sveitarstjóra - samtalstímar

Frá sveitarstjóra - samtalstímar

Síðustu tvær vikur hef ég boðið upp á samtalstíma við íbúa. Ég þakka kærlega þeim sem nýttu sér að koma á skrifstofuna eða fá mig í heimsókn og ræða málin. Umræða er oft til alls fyrst, umræða getur líka ýtt málum áfram. Góð umræða eykur alltaf víðsýni.

Þó þessum hálfa mánuði ljúki að þessu sinni í dag þá er aðgangur að mér sá sami og fyrr, dyrnar eru alltaf opnar.

Góða helgi.

Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjóri.