Frá sveitarstjóra

Frá sveitarstjóra

Upplýsingar dagsins á stöðulista Lögreglunnar á Norðurlandi eystra liggja fyrir og nú er ljóst að í dag, 6. nóvember eru 24 í einangrun með staðfest smit og  45 eru í sóttkví í Dalvíkurbyggð.

22 eru með staðfest smit í póstnúmeri 620 og  41 í sóttkví
2 eru með staðfest smit í póstnúmeri 621 og 4 í sóttkví

Undanfarna daga hafa verið tekin fjölmörg sýni hjá íbúum Dalvíkurbyggðar og hefur covid-19 eingöngu greinst hjá fólki sem er þegar í sóttkví.

Engu að síður er komandi helgi og næstu dagar gríðarlega mikilvægir í baráttunni við að losna við veiruna úr samfélaginu. Því ítreka ég við íbúa að allir haldi reglur og takmarki enn allan samgang nema við sína nánustu.

Ef við ætlum að ná fullum tökum á faraldrinum þá verður fólk að halda þetta út, endilega deilið sem víðast meðal íbúa Dalvíkurbyggðar.

Katrín Sigurjónsdóttir
sveitarstjóri