Forstöðumaður Vinnuskóla tekinn til starfa

Forstöðumaður Vinnuskóla tekinn til starfa

Elín Rós Jónasdóttir hefur tekið til starfa sem forstöðumaður Vinnuskóla hjá fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar. Mun hún starfa til 31. ágúst. Elín Rós er á 3. ári í BS.c í íþrótta- og heilsufræðum í Háskóla Íslands og er að ljúka námi núna í maí. Elín Rós hefur starfað í nokkur ár sem starfsmaður í félagsmiðstöðinni hér á Dalvík og þekkir því vel til þess að vinna með ungu fólki.


Síðasta haust var samþykkt að færa starfsemi vinnuskólans yfir á fræðslu- og menningarsvið og heyrir hann nú undir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Vakin er athygli á því að óskað verður eftir umsóknum nemenda á næstu dögum. Sótt verður um í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.
Allar nánari upplýsingar um störf Vinnuskólans veita Elín Rós Jónasdóttir, forstöðumaður vinnuskóla (vinnuskoli@dalvikurbyggd.is) og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi (gislirunar@dalvikurbyggd.is)