Forsetakosningar 27. júní 2020

Forsetakosningar 27. júní 2020

Kjörfundur vegna kjörs forseta Íslands verður í Dalvíkurskóla laugardaginn 27. júní 2020, gengið er inn að vestan.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Kjósendur eru beðnir um að hafa tiltæk skilríki til að gera grein fyrir sér.

Kjörstjórn Dalvíkurbyggðar

Helga Kristín Árnadóttir, Ingibjörg María Ingvadóttir og Bjarni Jóhann Valdimarsson

Kjörskrá vegna kjörs forseta Íslands í Dalvíkurbyggð 27. júní 2020 liggur frammi almenningi til sýnis frá þriðjudeginum 16. júní n.k. fram á kjördag í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í  Ráðhúsi Dalvíkur á venjulegum opnunartíma, alla virka daga frá kl. 10:00-13:00.

Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.  Kjósendur geta nú kannað á vefnum kosning.is hvort og þá hvar þeir eru á kjörskrá, sjá nánar https://www.skra.is/thjonusta/einstaklingar/kjorskra-og-kosningarettur

Tekið verður á móti athugasemdum við kjörskrá í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar  á venjulegum opnunartíma fram á kjördag.  Viðmiðunardagur kjörskrár er 9. júní sl.

 

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar