Foreldraviðtöl 1-5 nóv

Í næstu viku, 1. - 5. nóvember, verða foreldraviðtöl i Tónlistarskólanum. Foreldrar eiga að koma með börnum sínum í spilatíma.

Umræðuefni verður:
-Hvað finnst barninu skemmtilegast/leiðinlegast og erfiðast/auðveldast?
-Umræða um heimavinnu.
-Námsmarkmið.
-Skólareglur.

Kennarar verða með eyðublöð sem foreldrar eiga að fylla út með kennaranum. Þessi gögn verða geymd sem trúnaðarmál hjá skólastjóra.

Vil hvetja foreldra til að mæta eða hafa samband við kennara ef tímasetning passar ekki.