Foreldrar ánægðir með Dalvíkurskóla

Foreldrar ánægðir með Dalvíkurskóla

Eftir foreldraviðtöl í janúar í Dalvíkurskóla voru foreldrar beðnir að taka þátt í stuttri könnun í tölvustofunni. Þessi könnun er hluti af sjálfsmati Dalvíkurskóla og hafði sjálfsmatsnefnd skólans veg og vanda af framkvæmd þessarar könnunar. Niðurstöðurnar voru afar ánægjulegar en yfir 90% foreldra: Voru sammála um að barninu þeirra líði vel í skólanum, telja að skólinn njóti virðingar í samfélaginu, voru ánægt með störf kennara barns síns, telja Dalvíkurskóla vera góðan skóla. Öllum foreldrum fannst þeir vera velkomnir í skólann. Alls tóku foreldrar 210 nemenda þátt í könnuninni.

www.dalvikurskoli.is