Foreldrafundur

Næsta þriðjudag, þann 25. október verður Dóróþea Reimarsdóttir með kynningu á stærðfræðiverkefni sínu. 

Á fundinum verður rætt um þróun talna-og aðgerðaskilnings ungra barna og sagt frá þróunarverkefninu Töfraheimur stærðfræðinnar. Rætt verður hvað felst í stærðfræðinámi í leikskólum en megin áherslan verður á hvernig foreldrar geta styrkt undirstöður stærðfræðináms barna sinna. Rannsóknir sýna að talningarfærni og fjöldaskilningur við lok leikskóla hefur fylgni við gengi í stærðfræðinámi síðar og þar geta foreldrar haft mikil áhrif.
Mætum sem flest og fræðumst um það hvernig við getum hjálpað til við stærðfræðinám barnanna okkar.