,,Fólk í fókus"

Síðastliðinn mánudag opnaði Jón Baldvinsson ljósmyndasýningu í andyri Ráðhúss Dalvíkur undir yfirskriftinni ,, Fólk í fókus". Myndirnar, sem eru allar svart/hvítar tók Jón á árabilinu 1972-1984 og sýna þær fólk á Dalvík við leik og störf.

Síðustu daga hafa margir lagt leið sína hingað í Ráðhúsið til að berja sýninguna augum og hafa haft gaman af. Allir sem ekki hafa séð sýninguna eru hvattir til að koma og skoða þessar stórskemmtilegu myndir af fólki og mannlífi hér á Dalvík. Þetta er sýning sem enginn má missa af.