Fleiri sýningum bætt við hjá LD

Leikfélag Dalvíkur (LD) hefur að undanförnu sýnt leikritið Sambúðarverki og hefur leikritið fengið góðar undirtektir. Nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á 3 sýningar á leikritinu milli jóla og nýárs. Um er að ræða 3 sýningar sem jafnframt verða þær síðustu.

  • Fimmtudaginn 28. desember verða 2 sýningar, kl. 17.00 og 20.30.
  • Þá verður 1 sýning föstudaginn 29. desember kl. 20.30.

Miðapantanir eru í síma félagsins,868 9707, alla daga milli kl. 17:00 og 19:00. Almennt miðaverð á sýninguna er kr. 2.400. Eldri borgarar greiða kr. 1.900. Félagsmenn í LD er hafa greitt árgjald fá frímiða á þessa uppfærslu (græn kort gilda). Áhugasamir eru hvattir til að tryggja sér miða sem fyrst og upplifa skemmtilega sýningu leikfélagsins.