Flakkarar nutu veðurblíðunnar á Dalvík

Félag húsbílaeigenda, Flakkarar, hafa dvalið á tjaldsvæðinu á Dalvík síðustu 2 sólarhringa í blíðskaparveðri og áætla má að "íbúum" Dalvíkurbyggðar hafi fjölgað um nokkra tugi ef ekki hundruði á meðan flestir voru en að allt að 100 húsbílar hafi verið hér síðustu daga. Flakkarar halda nú að Húnaveri þar sem þeir munu dvelja um helgina. Meðfylgjandi mynd var tekin um hádegisbilið í dag og höfðu þá einhverjir haldið áleiðis á næsta áfangastað.