Fjórtán sóttu um byggðakvóta

Fjórtán sóttu um byggðakvóta

Frestur til að sækja um byggðakvóta sem Dalvíkurbyggð var úthlutað rann út 15. janúar. Fjórtán útgerðir skiluðu inn umsóknum um þau 37,3 tonn sem í boði voru. Nú er verið að fara yfir umsóknir og má búast við að því verki verði lokið fyrir lok janúar. Dalvíkurbyggð þarf að skila inn tillögum að úthlutun til sjávarútvegsráðuneytis fyrir 1. mars.