Fjölmennt opnar sýningu á Bókasafni Dalvíkur

Í dag kl. 14:00 opnaði Fjölmennt á Akureyri sýningu á jólaverkum sínum á Bókasafninu á Dalvík. Við opnunina voru um 20 nemendur skólans sem komu í morgun til Dalvíkur og nýttu ferðina til að skoða Byggðasafnið Hvoll og Safnaðarheimilið. Sýningin verður opin í desember og eru allir velkomnir á bókasafnið að skoða sýninguna. Á meðfylgjandi mynd má sjá Rósu Þorgilsdóttur ásamt Brynhildi Kristjánsdóttur að spjalla við tvo nemendur Fjölmenntar.